Fótbolti

Elfsborg að kaupa Júlíus Magnús­son

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júlíus Magnússon á fleygiferð með Fredrikstad.
Júlíus Magnússon á fleygiferð með Fredrikstad. Twitter@fredrikstadfk

Samkvæmt norska miðlinum Nettavisen er sænska félagið Elfsborg að kaupa fyrirliða Fredrikstad, Júlíus Magnússon, á tíu milljónir sænskra króna, eða því sem samsvarar 126 milljónum íslenskra króna.

Júlíus lék á als oddi með Fredrikstad í norska boltanum á síðasta tímabili og varð til að mynda bikarmeistari með liðinu. Hann gekk til liðs við Fredrikstad árið 2023 en þá lék félagið í B-deildinni.

Norski miðilinn segir að Júlíus muni að öllum líkindum ekki ferðast með Fredrikstad til Kanaríeyja í æfingaferð á morgun. Fredrikstad hafnaði í sjötta sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Elfsborg í því sjöunda í sænsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×