Titringur á Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2025 21:38 Inga Sæland formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er ósátt við titring í fundarherbergi í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Vísir Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Inga Sæland formaður Flokks fólksins vakti athygli í áramótagrein í Morgunblaðinu að fundarherbergið Arnarfell á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis leiki á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Hún bendir þar á að titringurinn hafi valdið töluverðum áhyggjum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Ísland og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins í sama fundarherbergi. Inga segir mikilvægt að bregðast við. „Á fimmtán mínútna fresti keyrir strætó yfir hraðahindrun og þá verður jarðskjálfti upp á tvo komma fimm á Richter í fundarherberginu. Þetta gerist oftar ef aðrir stórir bílar keyra líka þar yfir. Þetta á ekki að vera svona. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Inga. Með reglulegu millibili finnst titringur í fundarherberginu Arnarfelli sem staðsett er á fimmtu hæð í Smiðju nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis.Vísir/Sigurjón Sökudólgurinn í Vonarstræti Hraðahindrunin sem um ræðir liggur á Vonarstræti milli Ráðhúss Reykjavíkur og Smiðjunnar. Þegar stór ökutæki keyra yfir hana virðist það valda titringi í burðarvirki Smiðjunnar í fundarherberginu Arnarfelli eins og áður hefur verið lýst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Framkvæmdasýslu ríkisins er verið að kanna möguleika á að fjarlægja hraðahindrunin í samráði við borgina. Hraðahindrunin sem veldur titringi í Arnarfelli þegar stór ökutæki keyra yfir hana.Vísir/Sigurjón Erfitt að tala saman í matsalnum Inga er ekki alveg nóg sátt við húsnæðið sem var að fullu tekið í gagnið á fyrrihluta síðasta árs. Þar eru nefndaherbergi Alþingis, skrifstofur þingmanna og starfsmanna og mötuneyti. Hönnunin hússins hefur verið sögð margbrotin þar sem hugsað hafi verið út í minnstu smáatriði. „ Ég tel að þetta sé galli í húsnæðinu eins og svo margt annað þarna. Það er til að mynda ill mögulegt að tala saman í matsalnum í húsinu. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nýtt skrifstofuhús Alþingis kemst í fréttirnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er ósáttur með húsnæðið en hann fór í skoðunarferð með fréttamanni um húsnæðið á síðasta ári: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins vakti athygli í áramótagrein í Morgunblaðinu að fundarherbergið Arnarfell á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis leiki á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Hún bendir þar á að titringurinn hafi valdið töluverðum áhyggjum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Ísland og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins í sama fundarherbergi. Inga segir mikilvægt að bregðast við. „Á fimmtán mínútna fresti keyrir strætó yfir hraðahindrun og þá verður jarðskjálfti upp á tvo komma fimm á Richter í fundarherberginu. Þetta gerist oftar ef aðrir stórir bílar keyra líka þar yfir. Þetta á ekki að vera svona. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Inga. Með reglulegu millibili finnst titringur í fundarherberginu Arnarfelli sem staðsett er á fimmtu hæð í Smiðju nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis.Vísir/Sigurjón Sökudólgurinn í Vonarstræti Hraðahindrunin sem um ræðir liggur á Vonarstræti milli Ráðhúss Reykjavíkur og Smiðjunnar. Þegar stór ökutæki keyra yfir hana virðist það valda titringi í burðarvirki Smiðjunnar í fundarherberginu Arnarfelli eins og áður hefur verið lýst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Framkvæmdasýslu ríkisins er verið að kanna möguleika á að fjarlægja hraðahindrunin í samráði við borgina. Hraðahindrunin sem veldur titringi í Arnarfelli þegar stór ökutæki keyra yfir hana.Vísir/Sigurjón Erfitt að tala saman í matsalnum Inga er ekki alveg nóg sátt við húsnæðið sem var að fullu tekið í gagnið á fyrrihluta síðasta árs. Þar eru nefndaherbergi Alþingis, skrifstofur þingmanna og starfsmanna og mötuneyti. Hönnunin hússins hefur verið sögð margbrotin þar sem hugsað hafi verið út í minnstu smáatriði. „ Ég tel að þetta sé galli í húsnæðinu eins og svo margt annað þarna. Það er til að mynda ill mögulegt að tala saman í matsalnum í húsinu. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nýtt skrifstofuhús Alþingis kemst í fréttirnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er ósáttur með húsnæðið en hann fór í skoðunarferð með fréttamanni um húsnæðið á síðasta ári:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira