Sport

Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vildu líka margir fá mynd af sér með Ilonu Maher eftir leik Bristol Bears liðsins. Þetta var hennar frumraun í breska rugbýinu.
Það vildu líka margir fá mynd af sér með Ilonu Maher eftir leik Bristol Bears liðsins. Þetta var hennar frumraun í breska rugbýinu. Getty/Dan Mullan

Bandaríska rugby stjarnan Ilona Maher sló í gegn á Ólympíuleikunum í París og hefur baðað sig í sviðsljósinu síðan. Það er líka mikill áhugi á henni í Bretlandi eins og sást á hennar fyrsta leik þar.

Maher vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok á meðan Ólympíuleikunum stóð þar sem bandaríska landsliðið vann bronsverðlaun. Það voru fyrstu verðlaun Bandaríkjamanna í þeirri íþrótt í sögu leikanna.

Frægð Maher náði á endanum langt út fyrir rugby heiminn enda var hún tilbúinn að gefa mikið af sér á samfélagsmiðlum.

Eftir leikana þá tók Maher þátt í raunveruleikaþættinum vinsæla „Dancing with the stars“ þar sem hún varð í öðru sæti.

Nú er hins vegar komið að því að fara einbeita sér aftur af rugby ferlinum. Maher samdi í desember við breska félagið Bristol Bears.

Maher spilaði fyrsta leikinn með Bears í gær og það vantaði ekki áhugann. The Guardian segir að 9240 hafi mætt á leikinn og með því tvöfaldað gamla áhorfendametið á leik í deildinni.

Hin 28 ára gamla Maher byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á völlinn eftir 61 mínútu.

Þrátt fyrir góða mætingu og góðan stuðning þá þurftu heimastúlkurnar að sætta sig við 40-17 tap á móti nágrönnum sínum í Gloucester-Hartpury.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×