Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Lovísa Arnardóttir skrifar 6. janúar 2025 15:35 Guðlaugur Þór segist enga ákvörðun enn hafa tekið um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann viðurkennir þó að það sé eitthvað sem hann hugsar um. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. „Þetta er auðvitað óvænt og þetta eru mikil tíðindi. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Bjarni hefur verið mjög öflugur og farsæll forystumaður fyrir íslenska þjóð. Árangur hans er ótvíræður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir að það fyrsta sem komi upp í hugann sé uppbygging og endurreisn í kjölfar fjármálahrunsins. Það hafi skilað þjóðarbúinu miklu og almenningi bættum lífskjörum. „Það mætti nefna ýmislegt annað en ég held að þetta verði það sem stendur upp úr.“ Hafa þekkst lengi Guðlaugur og Bjarni hafa þekkst um langa hríð. „Persónulega höfum við þekkst frá því við vorum tvítugir og það hafa verið mjög góðir tímar þó það hafi auðvitað gengið á ýmsu. Það sem stendur upp úr eru ljúfar minningar um gott samstarf bæði áður en við fórum inn á þing og sömuleiðis á þeim tíma sem við höfum starfað í þinginu.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa haft færi á að heyra í Bjarna sjálfum. Það væri allt að gerast frekar hratt og hann sjálfur í Mexíkó. Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína á þingflokksfundi fyrr í dag sem Guðlaugur var viðstaddur í gegnum netið. Kom á óvart að hann væri líka að hætta á þingi? „Þetta kom í sjálfu sér allt á óvart þó svo að menn hafi verið að velta þessu fyrir sér. Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót því núna erum við komin í stjórnarandstöðu og verkefni okkar að vera samstillt í því að koma okkur aftur í fyrri stöðu. Það er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Þegar svona tíðindi verða og tilkynningin kemur er það samt alltaf óvænt.“ Guðlaugur Þór fór fram á móti Bjarna til formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2022 en tapaði kosningunni. Guðlaugur fékk um 41 prósent atkvæða á móti 59 prósent atkvæða Bjarna. Ekki tekið ákvörðum um formannskjör Guðlaugur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið, hvort hann fari fram til formanns á landsfundi sem halda á í febrúar. „Við skulum leyfa þessum degi og þessum dögum að líða. Auðvitað hefur maður verið að undirbúa sig undir þessa breyttu stöðu, stjórnarandstöðuna, hún er mikilvæg. Það er verk fyrir okkur að vinna. Það liggur alveg fyrir að það verður nóg að gera við að halda núverandi ríkisstjórn við efnið. Okkar verkefni, Sjálfstæðismanna allra, er að sækja aftur fólk. Það fólk sem hefur yfirgefið okkur en ekki síður nýtt ungt fólk. Það hefur tekist vel og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur er í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni en verkefnið er mikilvægt og við þurfum að vera samstillt í því,“ segir Guðlaugur Persónur og leikendur skipti ekki máli Það hefur mikið verið talað um að fresta landsfundinum. Guðlaugur segir aðalatriðið að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi og sæki fram. „Persónur og leikendur eru ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að við gerum þetta saman. Það er eina leiðin og það er mjög mikilvægt að það gerist. Því þetta getur farið í báðar áttir. Við getum náð fyrri styrk, sem er langmikilvægast, en sömuleiðis getur þetta farið verr og það væri ekki gott fyrir íslenska þjóð.“ En þetta er eitthvað sem þú hugsar um, þessi formannsstaða? „Jú,jú auðvitað. Margir hafa haft samband við mig. En mín skilaboð eru þessi: Við verðum núna að taka þetta verkefni mjög alvarlega og stilla saman strengi til að ná fyrri styrk. Við munum aldrei gera það, nema að gera það saman. Dagurinn í dag er dagur Bjarna og ég held að allt sanngjarnt fólk, þegar það hugsa um feril hans, er þakklát fyrir það hvað hann hefur gert og við höfum verið lánsöm að hafa hann, sérstaklega á þessum tímum sem ég nefndi.“ Hann segir formenn flokksins alltaf umdeilda og Bjarni sé það engin undantekning. „Eftir standa verkin og þau eru góð.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er auðvitað óvænt og þetta eru mikil tíðindi. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Bjarni hefur verið mjög öflugur og farsæll forystumaður fyrir íslenska þjóð. Árangur hans er ótvíræður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir að það fyrsta sem komi upp í hugann sé uppbygging og endurreisn í kjölfar fjármálahrunsins. Það hafi skilað þjóðarbúinu miklu og almenningi bættum lífskjörum. „Það mætti nefna ýmislegt annað en ég held að þetta verði það sem stendur upp úr.“ Hafa þekkst lengi Guðlaugur og Bjarni hafa þekkst um langa hríð. „Persónulega höfum við þekkst frá því við vorum tvítugir og það hafa verið mjög góðir tímar þó það hafi auðvitað gengið á ýmsu. Það sem stendur upp úr eru ljúfar minningar um gott samstarf bæði áður en við fórum inn á þing og sömuleiðis á þeim tíma sem við höfum starfað í þinginu.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa haft færi á að heyra í Bjarna sjálfum. Það væri allt að gerast frekar hratt og hann sjálfur í Mexíkó. Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína á þingflokksfundi fyrr í dag sem Guðlaugur var viðstaddur í gegnum netið. Kom á óvart að hann væri líka að hætta á þingi? „Þetta kom í sjálfu sér allt á óvart þó svo að menn hafi verið að velta þessu fyrir sér. Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót því núna erum við komin í stjórnarandstöðu og verkefni okkar að vera samstillt í því að koma okkur aftur í fyrri stöðu. Það er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Þegar svona tíðindi verða og tilkynningin kemur er það samt alltaf óvænt.“ Guðlaugur Þór fór fram á móti Bjarna til formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2022 en tapaði kosningunni. Guðlaugur fékk um 41 prósent atkvæða á móti 59 prósent atkvæða Bjarna. Ekki tekið ákvörðum um formannskjör Guðlaugur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið, hvort hann fari fram til formanns á landsfundi sem halda á í febrúar. „Við skulum leyfa þessum degi og þessum dögum að líða. Auðvitað hefur maður verið að undirbúa sig undir þessa breyttu stöðu, stjórnarandstöðuna, hún er mikilvæg. Það er verk fyrir okkur að vinna. Það liggur alveg fyrir að það verður nóg að gera við að halda núverandi ríkisstjórn við efnið. Okkar verkefni, Sjálfstæðismanna allra, er að sækja aftur fólk. Það fólk sem hefur yfirgefið okkur en ekki síður nýtt ungt fólk. Það hefur tekist vel og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur er í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni en verkefnið er mikilvægt og við þurfum að vera samstillt í því,“ segir Guðlaugur Persónur og leikendur skipti ekki máli Það hefur mikið verið talað um að fresta landsfundinum. Guðlaugur segir aðalatriðið að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi og sæki fram. „Persónur og leikendur eru ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að við gerum þetta saman. Það er eina leiðin og það er mjög mikilvægt að það gerist. Því þetta getur farið í báðar áttir. Við getum náð fyrri styrk, sem er langmikilvægast, en sömuleiðis getur þetta farið verr og það væri ekki gott fyrir íslenska þjóð.“ En þetta er eitthvað sem þú hugsar um, þessi formannsstaða? „Jú,jú auðvitað. Margir hafa haft samband við mig. En mín skilaboð eru þessi: Við verðum núna að taka þetta verkefni mjög alvarlega og stilla saman strengi til að ná fyrri styrk. Við munum aldrei gera það, nema að gera það saman. Dagurinn í dag er dagur Bjarna og ég held að allt sanngjarnt fólk, þegar það hugsa um feril hans, er þakklát fyrir það hvað hann hefur gert og við höfum verið lánsöm að hafa hann, sérstaklega á þessum tímum sem ég nefndi.“ Hann segir formenn flokksins alltaf umdeilda og Bjarni sé það engin undantekning. „Eftir standa verkin og þau eru góð.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira