Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Lovísa Arnardóttir skrifar 6. janúar 2025 15:35 Guðlaugur Þór segist enga ákvörðun enn hafa tekið um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann viðurkennir þó að það sé eitthvað sem hann hugsar um. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. „Þetta er auðvitað óvænt og þetta eru mikil tíðindi. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Bjarni hefur verið mjög öflugur og farsæll forystumaður fyrir íslenska þjóð. Árangur hans er ótvíræður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir að það fyrsta sem komi upp í hugann sé uppbygging og endurreisn í kjölfar fjármálahrunsins. Það hafi skilað þjóðarbúinu miklu og almenningi bættum lífskjörum. „Það mætti nefna ýmislegt annað en ég held að þetta verði það sem stendur upp úr.“ Hafa þekkst lengi Guðlaugur og Bjarni hafa þekkst um langa hríð. „Persónulega höfum við þekkst frá því við vorum tvítugir og það hafa verið mjög góðir tímar þó það hafi auðvitað gengið á ýmsu. Það sem stendur upp úr eru ljúfar minningar um gott samstarf bæði áður en við fórum inn á þing og sömuleiðis á þeim tíma sem við höfum starfað í þinginu.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa haft færi á að heyra í Bjarna sjálfum. Það væri allt að gerast frekar hratt og hann sjálfur í Mexíkó. Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína á þingflokksfundi fyrr í dag sem Guðlaugur var viðstaddur í gegnum netið. Kom á óvart að hann væri líka að hætta á þingi? „Þetta kom í sjálfu sér allt á óvart þó svo að menn hafi verið að velta þessu fyrir sér. Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót því núna erum við komin í stjórnarandstöðu og verkefni okkar að vera samstillt í því að koma okkur aftur í fyrri stöðu. Það er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Þegar svona tíðindi verða og tilkynningin kemur er það samt alltaf óvænt.“ Guðlaugur Þór fór fram á móti Bjarna til formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2022 en tapaði kosningunni. Guðlaugur fékk um 41 prósent atkvæða á móti 59 prósent atkvæða Bjarna. Ekki tekið ákvörðum um formannskjör Guðlaugur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið, hvort hann fari fram til formanns á landsfundi sem halda á í febrúar. „Við skulum leyfa þessum degi og þessum dögum að líða. Auðvitað hefur maður verið að undirbúa sig undir þessa breyttu stöðu, stjórnarandstöðuna, hún er mikilvæg. Það er verk fyrir okkur að vinna. Það liggur alveg fyrir að það verður nóg að gera við að halda núverandi ríkisstjórn við efnið. Okkar verkefni, Sjálfstæðismanna allra, er að sækja aftur fólk. Það fólk sem hefur yfirgefið okkur en ekki síður nýtt ungt fólk. Það hefur tekist vel og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur er í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni en verkefnið er mikilvægt og við þurfum að vera samstillt í því,“ segir Guðlaugur Persónur og leikendur skipti ekki máli Það hefur mikið verið talað um að fresta landsfundinum. Guðlaugur segir aðalatriðið að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi og sæki fram. „Persónur og leikendur eru ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að við gerum þetta saman. Það er eina leiðin og það er mjög mikilvægt að það gerist. Því þetta getur farið í báðar áttir. Við getum náð fyrri styrk, sem er langmikilvægast, en sömuleiðis getur þetta farið verr og það væri ekki gott fyrir íslenska þjóð.“ En þetta er eitthvað sem þú hugsar um, þessi formannsstaða? „Jú,jú auðvitað. Margir hafa haft samband við mig. En mín skilaboð eru þessi: Við verðum núna að taka þetta verkefni mjög alvarlega og stilla saman strengi til að ná fyrri styrk. Við munum aldrei gera það, nema að gera það saman. Dagurinn í dag er dagur Bjarna og ég held að allt sanngjarnt fólk, þegar það hugsa um feril hans, er þakklát fyrir það hvað hann hefur gert og við höfum verið lánsöm að hafa hann, sérstaklega á þessum tímum sem ég nefndi.“ Hann segir formenn flokksins alltaf umdeilda og Bjarni sé það engin undantekning. „Eftir standa verkin og þau eru góð.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er auðvitað óvænt og þetta eru mikil tíðindi. En það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Bjarni hefur verið mjög öflugur og farsæll forystumaður fyrir íslenska þjóð. Árangur hans er ótvíræður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir að það fyrsta sem komi upp í hugann sé uppbygging og endurreisn í kjölfar fjármálahrunsins. Það hafi skilað þjóðarbúinu miklu og almenningi bættum lífskjörum. „Það mætti nefna ýmislegt annað en ég held að þetta verði það sem stendur upp úr.“ Hafa þekkst lengi Guðlaugur og Bjarni hafa þekkst um langa hríð. „Persónulega höfum við þekkst frá því við vorum tvítugir og það hafa verið mjög góðir tímar þó það hafi auðvitað gengið á ýmsu. Það sem stendur upp úr eru ljúfar minningar um gott samstarf bæði áður en við fórum inn á þing og sömuleiðis á þeim tíma sem við höfum starfað í þinginu.“ Guðlaugur sagðist ekki hafa haft færi á að heyra í Bjarna sjálfum. Það væri allt að gerast frekar hratt og hann sjálfur í Mexíkó. Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína á þingflokksfundi fyrr í dag sem Guðlaugur var viðstaddur í gegnum netið. Kom á óvart að hann væri líka að hætta á þingi? „Þetta kom í sjálfu sér allt á óvart þó svo að menn hafi verið að velta þessu fyrir sér. Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót því núna erum við komin í stjórnarandstöðu og verkefni okkar að vera samstillt í því að koma okkur aftur í fyrri stöðu. Það er mjög mikilvægt fyrir land og þjóð. Þegar svona tíðindi verða og tilkynningin kemur er það samt alltaf óvænt.“ Guðlaugur Þór fór fram á móti Bjarna til formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2022 en tapaði kosningunni. Guðlaugur fékk um 41 prósent atkvæða á móti 59 prósent atkvæða Bjarna. Ekki tekið ákvörðum um formannskjör Guðlaugur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið, hvort hann fari fram til formanns á landsfundi sem halda á í febrúar. „Við skulum leyfa þessum degi og þessum dögum að líða. Auðvitað hefur maður verið að undirbúa sig undir þessa breyttu stöðu, stjórnarandstöðuna, hún er mikilvæg. Það er verk fyrir okkur að vinna. Það liggur alveg fyrir að það verður nóg að gera við að halda núverandi ríkisstjórn við efnið. Okkar verkefni, Sjálfstæðismanna allra, er að sækja aftur fólk. Það fólk sem hefur yfirgefið okkur en ekki síður nýtt ungt fólk. Það hefur tekist vel og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill kraftur er í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni en verkefnið er mikilvægt og við þurfum að vera samstillt í því,“ segir Guðlaugur Persónur og leikendur skipti ekki máli Það hefur mikið verið talað um að fresta landsfundinum. Guðlaugur segir aðalatriðið að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi og sæki fram. „Persónur og leikendur eru ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að við gerum þetta saman. Það er eina leiðin og það er mjög mikilvægt að það gerist. Því þetta getur farið í báðar áttir. Við getum náð fyrri styrk, sem er langmikilvægast, en sömuleiðis getur þetta farið verr og það væri ekki gott fyrir íslenska þjóð.“ En þetta er eitthvað sem þú hugsar um, þessi formannsstaða? „Jú,jú auðvitað. Margir hafa haft samband við mig. En mín skilaboð eru þessi: Við verðum núna að taka þetta verkefni mjög alvarlega og stilla saman strengi til að ná fyrri styrk. Við munum aldrei gera það, nema að gera það saman. Dagurinn í dag er dagur Bjarna og ég held að allt sanngjarnt fólk, þegar það hugsa um feril hans, er þakklát fyrir það hvað hann hefur gert og við höfum verið lánsöm að hafa hann, sérstaklega á þessum tímum sem ég nefndi.“ Hann segir formenn flokksins alltaf umdeilda og Bjarni sé það engin undantekning. „Eftir standa verkin og þau eru góð.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira