Fótbolti

Fékk að halda á­fram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davy Klaassen sneri aftur til Ajax í sumar eftir að hafa leikið með Inter á síðasta tímabili.
Davy Klaassen sneri aftur til Ajax í sumar eftir að hafa leikið með Inter á síðasta tímabili. getty/GERRIT VAN KEULEN

Davy Klaassen, leikmaður Ajax, fékk að halda áfram að spila í æfingaleik gegn Stuttgart eftir að hafa fengið rautt spjald.

Klaassen fékk rauða spjaldið á 56. mínútu í leiknum, í stöðunni 2-1 fyrir Stuttgart.

Knattspyrnustjórar liðanna ræddust í kjölfarið við og voru sammála um að það væri betra að spila ellefu á móti ellefu.

Dómari leiksins var því kallaður til og hann samþykkti beiðni þeirra um að vera með fullskipuð lið inni á vellinum.

Liðin tóku því aftur upp þráðinn eftir þessa uppákomu og kláruðu leikinn, ellefu gegn ellefu. Hann endaði með 2-2 jafntefli.

Klaassen og félagar hans í Ajax eru í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×