Mikið álag vegna inflúensu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 20:00 Matthildur Víðisdóttir er fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Hilmir Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi. Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur. Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur.
Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira