Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 14:06 Jón Eiður Jónsson leigubílstjóri og jólatrjáasafnari í Fellabæ við Egilsstaði en þeim, sem vilja nýta sér þjónustu hans er bent á að fara á Facebook síðu hans og senda honum skilaboð þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði sér fram á að hafa nóg að gera næstu daga því hann tekur að sér að safna jólatrjám á svæðinu fyrir íbúa og koma þeim í förgun. Allir ágóði söfnunarinnar rennur óskertur til Píeta samtakanna. Jón Eiður Jónsson býr í Fellabæ og er leigubílstjóri þar. Fyrir þremur árum datt honum í hug að bjóða íbúum á héraði að mæta heim til fólks og sækja þau jólatré, sem íbúar voru með hjá sér um jólin og koma þeim í förgun. Nú er Jón Eiður að byrja á þessu fjórða árið í röð. En hvað kemur til að hann er að þessu? „Ætli það sé ekki bara að hafa eitthvað fyrir stafni, ég held að það sú nú aðallega það og bara að styrkja gott málefni. Ég hendi alltaf tilkynningum inn á Facebook á nokkrum grúbbum og svo hefur fólk samband og borgar mér 1.000 krónur fyrir að hirða tréð frá sér og ég legg það svo inn á einhver félagasamtök og í þessu tilviki eru það Píeta samtökin,“ segir Jón Eiður. Þetta er ótrúlega vel og fallega gert hjá þér. „Já, vonandi skilar sér þetta líka alveg,“ segir hann. Jón Eiður, sem er leigubílstjóri er nú að safna jólatrjám fjórða árið í röð en allan ágóðann hefur hann alltaf látið renna til góðgerðarmála.Aðsend Jón Eiður segist fá mjög góð viðbrögð við söfnuninni, fólk sé duglegt að hafa samband og biðja hann að koma og sækja trén, sem voru notuð sem jólatré inni hjá fólki yfir jólahátíðina. Mest er þó að gera eftir þrettándann þegar jólin eru formlega búin. „Núna kemur inn nýtt þegar ég er með Píeta samtökin því það kemur fólk sem vill kannski bara gefa styrki og er kannski ekki með neitt jólatré og gefur kannski andvirði jólatrjáa,“ segir Jón Eiður. En hvað er þetta að gefa honum sjálfum að vera að standa í þessu? „Heyrðu, ég hef bara ánægju af því og að láta gott af mér leiða. Ég hef bara svo gaman af þessu líka.“ Hér er hægt að senda Jóni skilaboð um að koma og sækja jólatré Jól Múlaþing Geðheilbrigði Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Jón Eiður Jónsson býr í Fellabæ og er leigubílstjóri þar. Fyrir þremur árum datt honum í hug að bjóða íbúum á héraði að mæta heim til fólks og sækja þau jólatré, sem íbúar voru með hjá sér um jólin og koma þeim í förgun. Nú er Jón Eiður að byrja á þessu fjórða árið í röð. En hvað kemur til að hann er að þessu? „Ætli það sé ekki bara að hafa eitthvað fyrir stafni, ég held að það sú nú aðallega það og bara að styrkja gott málefni. Ég hendi alltaf tilkynningum inn á Facebook á nokkrum grúbbum og svo hefur fólk samband og borgar mér 1.000 krónur fyrir að hirða tréð frá sér og ég legg það svo inn á einhver félagasamtök og í þessu tilviki eru það Píeta samtökin,“ segir Jón Eiður. Þetta er ótrúlega vel og fallega gert hjá þér. „Já, vonandi skilar sér þetta líka alveg,“ segir hann. Jón Eiður, sem er leigubílstjóri er nú að safna jólatrjám fjórða árið í röð en allan ágóðann hefur hann alltaf látið renna til góðgerðarmála.Aðsend Jón Eiður segist fá mjög góð viðbrögð við söfnuninni, fólk sé duglegt að hafa samband og biðja hann að koma og sækja trén, sem voru notuð sem jólatré inni hjá fólki yfir jólahátíðina. Mest er þó að gera eftir þrettándann þegar jólin eru formlega búin. „Núna kemur inn nýtt þegar ég er með Píeta samtökin því það kemur fólk sem vill kannski bara gefa styrki og er kannski ekki með neitt jólatré og gefur kannski andvirði jólatrjáa,“ segir Jón Eiður. En hvað er þetta að gefa honum sjálfum að vera að standa í þessu? „Heyrðu, ég hef bara ánægju af því og að láta gott af mér leiða. Ég hef bara svo gaman af þessu líka.“ Hér er hægt að senda Jóni skilaboð um að koma og sækja jólatré
Jól Múlaþing Geðheilbrigði Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira