Arsenal mis­tókst að setja aukna pressu á Liver­pool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsenal náði aðeins í stig gegn Brighton.
Arsenal náði aðeins í stig gegn Brighton. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

Brighton & Hove Albion og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Með sigri hefðu Skytturnar getað sett aukna pressu á topplið Liverpool.

Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu af krafti og eftir rúman stundarfjórðung átti Mikel Merino sendingu á ungstirnið Ethan Nwaneri sem kom skyttunum yfir. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Það var slétt klukkustund á klukkunni þegar William Saliba braut af sér innan eigin vítateigs og vítaspyrna dæmd. João Pedro fór á punktinn og jafnaði metin.

Fleiri urðu mörkin ekki á suðurströnd Englands og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Eftir að ná aðeins í stig er Arsenal áfram í 2. sæti, nú með 40 stig eða fimm minna en topplið Liverpool sem á leik til góða. Brighton er í 10. sæti með 28 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira