Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2025 19:30 Heimsmeistari. James Fearn/Getty Images Enska undrabarnið, hinn 17 ára Luke Littler, er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir öruggan sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen í Ally Pally í kvöld. Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Pílukast Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Sjá meira