Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 14:00 Alfreð Gíslason og hans aðstoðarmenn þurfa eflaust eitthvað að breyta til eftir að tveir leikmenn duttu út úr þýska hópnum. Getty/Marco Wolf Alfreð Gíslason þarf að spjara sig á HM án tveggja leikmanna sem voru í þýska landsliðshópnum hans og unnu silfur á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Þýskir miðlar greina frá þessu í dag og tala um sjokk fyrir Alfreð, en vinstri skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher hafa neyðst til að draga sig úr hópnum hans vegna meiðsla. Þeir bætast á lista með sterkum leikmönnum sem missa af HM vegna meiðsla, en á þeim lista eru einnig menn eins og Dika Mem, Ómar Ingi Magnússon og Félix Claar. Báðir eru Þjóðverjarnir leikmenn Rhein-Neckar Löwen og missir Heymann af því sem átti að verða hans fyrsta heimsmeistaramót, eftir að hafa meiðst í fæti í leik við Flensburg um miðjan desember, en Kohlbacher þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla í olnboga. Í þeirra stað hefur Alfreð kallað á Tim Zechel úr Magdeburg og Lukas Stutzke úr Hannover-Burgdorf. Spila við Brasilíu þegar Ísland mætir Svíþjóð Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Víkinni í dag en þýski landsliðshópurinn kemur saman til æfinga í Hamburg á morgun. Þjóðverjar spila svo vináttulandsleiki 9. og 11. janúar, við Brasilíumenn, sömu daga og Ísland spilar við Svíþjóð. Á HM eru Þjóðverjar í Evrópuriðli með Póllandi, Sviss og Tékklandi, og spila þeir í Herning í Danmörku. Efstu þrjú liðin spila svo í millriðli með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), einnig í Herning. Ljóst er að Ísland og Þýskaland geta ekki mæst á HM nema að bæði lið komist í úrslitaleikinn eða leikinn um 3. sætið. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Þýskir miðlar greina frá þessu í dag og tala um sjokk fyrir Alfreð, en vinstri skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher hafa neyðst til að draga sig úr hópnum hans vegna meiðsla. Þeir bætast á lista með sterkum leikmönnum sem missa af HM vegna meiðsla, en á þeim lista eru einnig menn eins og Dika Mem, Ómar Ingi Magnússon og Félix Claar. Báðir eru Þjóðverjarnir leikmenn Rhein-Neckar Löwen og missir Heymann af því sem átti að verða hans fyrsta heimsmeistaramót, eftir að hafa meiðst í fæti í leik við Flensburg um miðjan desember, en Kohlbacher þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla í olnboga. Í þeirra stað hefur Alfreð kallað á Tim Zechel úr Magdeburg og Lukas Stutzke úr Hannover-Burgdorf. Spila við Brasilíu þegar Ísland mætir Svíþjóð Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Víkinni í dag en þýski landsliðshópurinn kemur saman til æfinga í Hamburg á morgun. Þjóðverjar spila svo vináttulandsleiki 9. og 11. janúar, við Brasilíumenn, sömu daga og Ísland spilar við Svíþjóð. Á HM eru Þjóðverjar í Evrópuriðli með Póllandi, Sviss og Tékklandi, og spila þeir í Herning í Danmörku. Efstu þrjú liðin spila svo í millriðli með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), einnig í Herning. Ljóst er að Ísland og Þýskaland geta ekki mæst á HM nema að bæði lið komist í úrslitaleikinn eða leikinn um 3. sætið.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira