Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 07:33 Lögreglumenn athafna sig á vettvangi skotárásarinnar Í Cetinje í Svartfjallalandi á nýársdag. Cetinje er smábær um 36 kílómetra vestur af höfuðborginni Podgorica. AP/Risto Bozovic Karlmaður á fimmtugsaldri sem skaut tólf manns til bana í smábæ í Svartfjallalandi á nýársdag svipti sig lífi eftir að lögreglumenn króuðu hann af. Forsætisráðherra landsins segir til greina koma að banna skotvopn í landinu í kjölfar fjöldamorðsins. Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf. Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf.
Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira