Jesus skoraði eitt marka Arsenal í 3-1 endurkomusigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann jafnaði þá metin í 1-1.
Þetta var sjötta mark Gabriel Jesus í síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum þar af þriðja markið í síðustu þremur deildarleikjum.
Jesus hefur nú skorað í 62 úrvalsdeildarleikjum með Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og hann hefur aldrei verið í tapliði í deildarleik þegar hann kemst á blað. 57 leikjanna hafa unnist en fimm þeirra hafa endaði með jafntefli.
Af þessum 62 leikjum hafa fimmtán þeirra komið í búningi Arsenal. Þrettán hafa unnist og tveir endað með jafntefli.
Síðustu vikur hafa verið frábærar hjá Jesus. Hann skoraði þrennu í deildabikarleik á móti Crystal Palace, tvennu í deildarsigri á Palace og svo markið á móti Brentford í gær.
Fyrir þessi þrjú mörk í síðustu þremur deildarleikjum hafði Gabriel Jesus ekki skorað í fyrstu þrettán deildarleikjum Arsenal á leiktíðinni og alls leikið 23 deildarleiki í röð í búningi Arsenal án þess að skora.
Nú er öldin önnur og nýja árið byrjar jafnvel og það gamla endaði.