Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 22:30 Hinn 17 ára gamli Luke Littler er vinsæll í Alexandra Palace. Vísir/Getty Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. Stephen Bunting hefur spilað vel á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þessi viðkunnalegi Liverpoolbúi hefur heillað marga með spilamennsku sinni. Hann mætti hinum yfirlýsingaglaða Peter Wright sem sló meðal annars út heimsmeistarann Luke Humphries á leið sinni í 8-manna úrslit. Butning hóf leikinn af miklum krafti. Hann vann sex af fyrstu átta leggjum viðureignarinnar og komst í 2-0 í settum. Þriðja settið var æsispennandi en Bunting vann það einnig og hann valtaði yfir Wright í fjórða setti og vann örugglega. Hann var því kominn í 4-0 í settum og aðeins einu setti frá því að sópa Peter Wright úr leik. Þá vaknaði hins vegar Wright. Hann vann næstu tvö sett en lenti 2-0 undir í sjöunda settinu. WONDERFUL FROM WRIGHT!WHAT A FINISH!Peter Wright with a huge celebration after following up a 180 with a brilliant 133 finish to reduce the arrears to 4-2!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | QFs pic.twitter.com/G7UyVrZ9It— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Þá gat hann komið sér aftur inn í leikinn en klikkaði hins vegar í tvígang þegar hann reyndi við tvöfaldan tuttugu og Butning nýtti sér það. Hann vann settið 3-0 og leikinn 5-2. Bunting er þar með kominn í undanúrslit í annað sinn á ferlinum en hann gerði slíkt hið sama árið 2021. BUNTING IS INTO THE SEMI-FINALS!!Stephen Bunting powers in the Semi-Finals of the 2024/25 Paddy Power World Darts Championship, beating Peter Wright 5-2. A second career World Championship Semi-Final for Bunting... Can he go all the way?📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/oI3QbPpjG2— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í seinni leik kvöldsins var komið að stórstjörnunni Luke Littler en hann mætti Nathan Aspinall. Svipað var uppi á teningunum og í fyrri viðureign kvöldsins. Luke Littler virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum Aspinall í upphafi en í stöðunni 2-0 náði Aspinall nokkuð óvænt að vinna þriðja settið og minnka muninn. Í fjórða settinu fór Aspinall illa með tækifæri til að jafna metin í 2-2 en virtist á köflum eiga erfitt með að halda einbeitingu og það þýðir ekki gegn Little. Little vann næstu tvö sett og komst í 4-1 en Aspinall minnkaði muninn í 4-2. LITTLER IS ONE AWAY!!Luke Littler is on the brink of another World Championship Semi-Final... He clinches the fifth set and needs just three legs to secure his last four spot. 📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/vky26ouZ54— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í sjöunda settinu var Little hins vegar kominn með nóg, kláraði settið örugglega og leikinn 5-2. Littler er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Stephen Bunting. Littler spilaði frábærlega í kvöld og í tíu skipti þurfti hann tólf pílur eða minna til að vinna legg. Pílukast Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Stephen Bunting hefur spilað vel á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þessi viðkunnalegi Liverpoolbúi hefur heillað marga með spilamennsku sinni. Hann mætti hinum yfirlýsingaglaða Peter Wright sem sló meðal annars út heimsmeistarann Luke Humphries á leið sinni í 8-manna úrslit. Butning hóf leikinn af miklum krafti. Hann vann sex af fyrstu átta leggjum viðureignarinnar og komst í 2-0 í settum. Þriðja settið var æsispennandi en Bunting vann það einnig og hann valtaði yfir Wright í fjórða setti og vann örugglega. Hann var því kominn í 4-0 í settum og aðeins einu setti frá því að sópa Peter Wright úr leik. Þá vaknaði hins vegar Wright. Hann vann næstu tvö sett en lenti 2-0 undir í sjöunda settinu. WONDERFUL FROM WRIGHT!WHAT A FINISH!Peter Wright with a huge celebration after following up a 180 with a brilliant 133 finish to reduce the arrears to 4-2!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | QFs pic.twitter.com/G7UyVrZ9It— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Þá gat hann komið sér aftur inn í leikinn en klikkaði hins vegar í tvígang þegar hann reyndi við tvöfaldan tuttugu og Butning nýtti sér það. Hann vann settið 3-0 og leikinn 5-2. Bunting er þar með kominn í undanúrslit í annað sinn á ferlinum en hann gerði slíkt hið sama árið 2021. BUNTING IS INTO THE SEMI-FINALS!!Stephen Bunting powers in the Semi-Finals of the 2024/25 Paddy Power World Darts Championship, beating Peter Wright 5-2. A second career World Championship Semi-Final for Bunting... Can he go all the way?📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/oI3QbPpjG2— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í seinni leik kvöldsins var komið að stórstjörnunni Luke Littler en hann mætti Nathan Aspinall. Svipað var uppi á teningunum og í fyrri viðureign kvöldsins. Luke Littler virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum Aspinall í upphafi en í stöðunni 2-0 náði Aspinall nokkuð óvænt að vinna þriðja settið og minnka muninn. Í fjórða settinu fór Aspinall illa með tækifæri til að jafna metin í 2-2 en virtist á köflum eiga erfitt með að halda einbeitingu og það þýðir ekki gegn Little. Little vann næstu tvö sett og komst í 4-1 en Aspinall minnkaði muninn í 4-2. LITTLER IS ONE AWAY!!Luke Littler is on the brink of another World Championship Semi-Final... He clinches the fifth set and needs just three legs to secure his last four spot. 📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/vky26ouZ54— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í sjöunda settinu var Little hins vegar kominn með nóg, kláraði settið örugglega og leikinn 5-2. Littler er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Stephen Bunting. Littler spilaði frábærlega í kvöld og í tíu skipti þurfti hann tólf pílur eða minna til að vinna legg.
Pílukast Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn