Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 13:02 Töluverð svifryksmengun er árlegur fylgifiskur flugelda um áramótin. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira
Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira