Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 12:00 Michael van Gerwen mætir Callan Rydz í átta manna úrslitum í dag. Vísir/Getty Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“ Pílukast Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“
Pílukast Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sjá meira