Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2025 14:06 Engin umferðarljós eru á Hellu og aðeins tvö hringtorg í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira