Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni.
Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum.
Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni.
Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitz
— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024
Were the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO
„Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák.
„Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag.
"It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus Carlsen
— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024
Watch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl