FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 19:03 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar mál NFL og NBA stjarna. Jamie Squire/Getty Images FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember. „Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis. NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
„Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis.
NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira