Innlent

Breytingar á fylgi stjórnar­flokka, norðurljósadýrð og undir­búningur Kryddsíldar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir á Stöð 2 í hádeginu.
Sindri Sindrason les fréttir á Stöð 2 í hádeginu. Vilhelm

Fylgi flokks Fólksins dregst saman frá kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu en hinir tveir flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn bæta við sig. Við rýnum í glænýja könnun á fylgi flokkanna í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan 12.

Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag - fleiri en útlit var fyrir í haust. Við förum yfir málið og heyrum í Sævari Helga Bragasyni um stórkostlega norðurljósasýningu sem gæti veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.

Við verðum einnig í beinni frá flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar og kíkjum á undirbúning Kryddsíldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×