Rashford laus úr útlegð Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:49 Marcus Rashford hefur verið utan hóps hjá Manchester United í síðustu leikjum. Getty/Stephen White Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira
United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira