Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 23:03 Peter Wright sendi heimsmeistarann heim og er kominn í átta manna úrslit. James Fearn/Getty Images Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, er úr leik á HM í pílu eftir 4-1 tap gegn Peter „Snakebite“ Wright. 32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna. Pílukast Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sjá meira
32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna.
Pílukast Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sjá meira