Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 20:04 Mæðgurnar Aðalbjörg og Guðný á Selfossi, sem eiga heiðurinn af ullarsokkaprjónaverkefninu fyrir hermennina í Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins
Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði