Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 11:31 Fjalar Þorgeirsson hefur starfað með Hákoni Rafni í íslenska landsliðinu síðustu misseri. Hann fylgdist vel með markverðinum unga í gærkvöld og hreifst, að venju, af frammistöðu hans. Samsett/Vísir Markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fylgdist vel með þegar Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fotbolta. Hann segir Hákon vera betri markvörð en keppinaut hans um markvarðarstöðu liðsins. „Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“ Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
„Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“
Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira