Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 23:33 Magnus að tafli á skákmóti í október. EPA Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG. Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG.
Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49