Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 09:49 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr. Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira