Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi.
Við lítum á veðrið sem er í kortunum en von er á miklu kuldakasti og janúarmánuður á að vera sérstaklega kaldur. Vel getur verið að sundlaugar þurfi að loka á allra næstu dögum vegna þessa.
Sá þriðji er tekinn við forsetaembætti Suður-Kóreu á innan við mánuði eftir að þingið þar í landi samþykkti ákæru til embættismissis á hendur starfandi forsætisráðherra.
Og við ræðum við neytendur sem voru mættir í Kringluna til að skipta út jólagjöfum í dag.