Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 21:17 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót. Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira