Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 12:06 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. Í grunninn varðar málið stefnu Innes ehf. á hendur Samkeppniseftirlitinu. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að verða ekki við kröfu Innes um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga vegna þess að dómurinn taldi búvörulögin ekki hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt. Það var mat dómsins að frumvarpið hafi ekki hlotið nægjanlega margar umræður í þinginu. Upprunalega frumvarpið og það sem var að lokum samþykkt á Alþingi hafi verið of ólík, og endanlega frumvarpið einungis hlotið eina umræðu. Í ákvörðun Hæstaréttar um að taka málið fyrir segir að það geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu, meðal annars um túlkun á stjórnarskránni og endurskoðunarvaldi dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga. Þá þóttu aðstæður til þess að málinu yrði áfrýjað beint til Hæstaréttar og því var áfrýjunarleyfi samþykkt. Samkeppniseftirlitið hlaut þetta áfýjunarleyfi. Fjórir aðrir lögaðilar, Neytendasamtökin, Búsæld ehf., Kaupfélag Skagfirðinga og íslenska ríkið sóttu líka um áfrýjunarleyfi, í sitthvoru lagi. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að dómarar málsins myndu ákveða hvort þáttur þeirra yrði líka tekin fyrir í sama máli. Dómsmál Búvörusamningar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landbúnaður Samkeppnismál Stjórnarskrá Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Í grunninn varðar málið stefnu Innes ehf. á hendur Samkeppniseftirlitinu. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að verða ekki við kröfu Innes um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga vegna þess að dómurinn taldi búvörulögin ekki hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt. Það var mat dómsins að frumvarpið hafi ekki hlotið nægjanlega margar umræður í þinginu. Upprunalega frumvarpið og það sem var að lokum samþykkt á Alþingi hafi verið of ólík, og endanlega frumvarpið einungis hlotið eina umræðu. Í ákvörðun Hæstaréttar um að taka málið fyrir segir að það geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu, meðal annars um túlkun á stjórnarskránni og endurskoðunarvaldi dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga. Þá þóttu aðstæður til þess að málinu yrði áfrýjað beint til Hæstaréttar og því var áfrýjunarleyfi samþykkt. Samkeppniseftirlitið hlaut þetta áfýjunarleyfi. Fjórir aðrir lögaðilar, Neytendasamtökin, Búsæld ehf., Kaupfélag Skagfirðinga og íslenska ríkið sóttu líka um áfrýjunarleyfi, í sitthvoru lagi. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að dómarar málsins myndu ákveða hvort þáttur þeirra yrði líka tekin fyrir í sama máli.
Dómsmál Búvörusamningar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landbúnaður Samkeppnismál Stjórnarskrá Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent