Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 13:02 Eflaust hlakka margir til þess að sjá framhaldsmyndina um Happy Gilmore. Netflix Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra. Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra.
Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira