Harmur hrokagikksins Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 11:30 Haaland hafa verið mislagðar fætur fyrir framan markið að undanförnu. vísir / getty Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust. Haaland klúðraði vítaspyrnu gegn Everton í 1-1 jafntefli City á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fjórða deildarleikinn sem City mistekst að vinna í röð. Aðeins einn af síðustu níu leikjum liðsins í deild hefur unnist og um sögulega slakt gengi að ræða. Margur hefur gert grín að Haaland á samfélagsmiðlum vegna ummæla hans við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir 2-2 jafntefli liðanna í lok september og sett þann hroka í samhengi við slæmt gengi City-liðsins. Að ummælin hafi bitið Haaland í rassgatið. Haaland sagði Arsenal-liðum þá að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt. Þetta gerði hann til að strá salti í sár Skyttanna sem fengu á sig jöfnunarmark frá City á áttundu mínútu uppbótartíma. City vann að vísu þrjá af næstu fjórum leikjum eftir að ummælin féllu. Síðan þá hefur áðurnefnt níu leikja hrun tekið við þar sem aðeins einn leikur hefur unnist. Haaland skoraði fyrra mark City í jafnteflinu við Arsenal en hann hafði á þeim tímapunkti skorað í hverjum einasta deildarleik, alls skorað 10 mörk í fyrstu fimm deildarleikjunum. Since Manchester City's 2-2 draw with Arsenal, Erling Haaland has missed more clear-cut goalscoring opportunities (11) than any other Premier League player. 🫠Stay humble, eh? pic.twitter.com/oWmpeBNN9Z— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2024 Síðan þá hefur Norðmaðurinn aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum, markaskor sem er langt neðan þess sem maður hefur fengið að venjast frá komu hans til Manchester. Það sem meira er, hefur enginn í ensku úrvalsdeildinni klúðrað eins mörgum upplögðum marktækifærum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ummælin frægu féllu. Alls hefur Haaland klúðrað ellefu upplögðum marktækifærum í leikjunum 13 frá því að City mætti Arsenal. Með jafntefli helgarinnar við Everton missti City bæði Bournemouth og Newcastle upp fyrir sig og situr nú í sjöunda sæti með 28 stig, jafnt Fulham og Aston Villa að stigum sem eru í sætunum fyrir neðan. Nýliðar Leicester City eru næsta verkefni Manchester City en þeir fyrrnefndu töpuðu 3-1 fyrir Liverpool í gær. Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester 29. desember. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Haaland klúðraði vítaspyrnu gegn Everton í 1-1 jafntefli City á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Um var að ræða fjórða deildarleikinn sem City mistekst að vinna í röð. Aðeins einn af síðustu níu leikjum liðsins í deild hefur unnist og um sögulega slakt gengi að ræða. Margur hefur gert grín að Haaland á samfélagsmiðlum vegna ummæla hans við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, eftir 2-2 jafntefli liðanna í lok september og sett þann hroka í samhengi við slæmt gengi City-liðsins. Að ummælin hafi bitið Haaland í rassgatið. Haaland sagði Arsenal-liðum þá að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt. Þetta gerði hann til að strá salti í sár Skyttanna sem fengu á sig jöfnunarmark frá City á áttundu mínútu uppbótartíma. City vann að vísu þrjá af næstu fjórum leikjum eftir að ummælin féllu. Síðan þá hefur áðurnefnt níu leikja hrun tekið við þar sem aðeins einn leikur hefur unnist. Haaland skoraði fyrra mark City í jafnteflinu við Arsenal en hann hafði á þeim tímapunkti skorað í hverjum einasta deildarleik, alls skorað 10 mörk í fyrstu fimm deildarleikjunum. Since Manchester City's 2-2 draw with Arsenal, Erling Haaland has missed more clear-cut goalscoring opportunities (11) than any other Premier League player. 🫠Stay humble, eh? pic.twitter.com/oWmpeBNN9Z— WhoScored.com (@WhoScored) December 26, 2024 Síðan þá hefur Norðmaðurinn aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum, markaskor sem er langt neðan þess sem maður hefur fengið að venjast frá komu hans til Manchester. Það sem meira er, hefur enginn í ensku úrvalsdeildinni klúðrað eins mörgum upplögðum marktækifærum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ummælin frægu féllu. Alls hefur Haaland klúðrað ellefu upplögðum marktækifærum í leikjunum 13 frá því að City mætti Arsenal. Með jafntefli helgarinnar við Everton missti City bæði Bournemouth og Newcastle upp fyrir sig og situr nú í sjöunda sæti með 28 stig, jafnt Fulham og Aston Villa að stigum sem eru í sætunum fyrir neðan. Nýliðar Leicester City eru næsta verkefni Manchester City en þeir fyrrnefndu töpuðu 3-1 fyrir Liverpool í gær. Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester 29. desember.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira