Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 15:32 Arne Slot er ánægður með að Cody Gakpo skori núna mörk fyrir sig en ekki Ruud van Nistelrooy. getty Arne Slot mun í kvöld stýra liði Liverpool gegn Leicester, lærisveinum samlanda síns Ruud van Nistelrooy. Þeir hafa tvisvar áður mæst sem þjálfarar en þá í hollensku úrvalsdeildinni, Cody Gakpo skoraði í báðum leikjunum. „Ég hélt að þú værir að fara að benda á að ég hef tapað og gert jafntefli [í leikjum gegn van Nistelrooy], en þú gerðir þetta jákvætt og bentir á að við [hjá Feyenoord] unnum deildina. Sem er bæði satt. Cody Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna, ég held að hann hafi skorað í báðum leikjunum“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik. "Nice person, good manager, and looking forward to seeing him" 🤝Arne Slot speaks about his relationship with Ruud van Nistelrooy, ahead of Liverpool's Premier League clash with Leicester 🔴🔵 pic.twitter.com/XGHany3sfn— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 26, 2024 Cody Gakpo og Ruud van Nistelrooy hjá PSV Eindhoven. „Ruud er frábær manneskja fyrst og fremst, ég hef hitt hann einu sinni eða tvisvar áður. Hann gerði frábæra hluti hjá PSV, liðið tapaði varla seinni hluta tímabilsins eftir að hann tók við,“ sagði Slot einnig. Ruud van Nistelrooy tók við Leicester í nóvember eftir að hafa stýrt Manchester United í smá stund. Leicester byrjaði vel undir hans stjórn og tók fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum, en hefur nú tapað tveimur í röð. Eftir sautján umferðir er liðið í sautjánda sæti deildarinnar með fjórtán stig. „Frábær manneskja, góður þjálfari. Gerði líka vel hjá [Manchester] United. Ég hlakka til að sjá hann, sérstaklega ef við vinnum“ sagði Slot að lokum en hans menn eru í efsta sæti deildarinnar. Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
„Ég hélt að þú værir að fara að benda á að ég hef tapað og gert jafntefli [í leikjum gegn van Nistelrooy], en þú gerðir þetta jákvætt og bentir á að við [hjá Feyenoord] unnum deildina. Sem er bæði satt. Cody Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna, ég held að hann hafi skorað í báðum leikjunum“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik. "Nice person, good manager, and looking forward to seeing him" 🤝Arne Slot speaks about his relationship with Ruud van Nistelrooy, ahead of Liverpool's Premier League clash with Leicester 🔴🔵 pic.twitter.com/XGHany3sfn— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 26, 2024 Cody Gakpo og Ruud van Nistelrooy hjá PSV Eindhoven. „Ruud er frábær manneskja fyrst og fremst, ég hef hitt hann einu sinni eða tvisvar áður. Hann gerði frábæra hluti hjá PSV, liðið tapaði varla seinni hluta tímabilsins eftir að hann tók við,“ sagði Slot einnig. Ruud van Nistelrooy tók við Leicester í nóvember eftir að hafa stýrt Manchester United í smá stund. Leicester byrjaði vel undir hans stjórn og tók fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum, en hefur nú tapað tveimur í röð. Eftir sautján umferðir er liðið í sautjánda sæti deildarinnar með fjórtán stig. „Frábær manneskja, góður þjálfari. Gerði líka vel hjá [Manchester] United. Ég hlakka til að sjá hann, sérstaklega ef við vinnum“ sagði Slot að lokum en hans menn eru í efsta sæti deildarinnar. Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira