„Hálkuslys, brjóstverkir, krampar, fólk að slást og slasa hvort annað, fæðingaflutningur, kviðverkir og svo margt annað var meðal þess sem við sinntum í nótt,“ segir slökkviliðið í færslu sem það deildi á samfélagsmiðlum.
Þar kemur fram að dælubílar hafi verið kallaðir út sex sinnum og í eitt skipti af öllum stöðvum. Betur fór en á horfði þó og kláraði ein stöð reykræstingu.