Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur og veður leyfir.
Gestir Múlakaffis sporðrenntu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá jólastemningunni í Miðbæ Reykjavíkur og sýnum frá árlegri Friðargöngu.