Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir var ósammála kollegum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Sjá meira
Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42