Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2024 14:39 Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur áður talað um að bókun 35 stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Vísir/Rúnar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“ Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent