Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2024 14:07 Sigurður Ingi sagði ýmislegt ahyglisvert við nýjan stjórnarsáttmála, einkum þó það sem ekki væri þar. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. Sigurður Ingi sagði ítrekað að hann vildi spara sig í yfirlýsingum, hann vildi leyfa deginum að líða og nýrri stjórn að spegla sig í þessum nýju aðstæðum. Þá var hann sannfærður um að sagan myndi fara mildum höndum um verk Framsóknarflokksins á undangengnum árum. Þegar á hann var gengið gat hann þó ekki orða bundist: „Það er margt áhugavert sem er í stjórnarsáttmálanum en kannski ekki síður það sem ekki er þar. Hefði ég kosið þessa flokka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að fyrir kosningar hefði verið talað um að það þyrfti að laga ýmislegt. „Mér sýnist að það eigi að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við vorum að gera. Þar eru boðuð allnokkur útgjöld. En engar tekjur. Leggja niður eitt ráðuneyti, spara nokkur hundruð milljónir þar. En ýmis útgjöld eru þarna nefnd kosta nokkra milljarða þannig að … Ég á eftir að sjá hvernig þær gera þetta.“ Sigurður Ingi er sem sagt þeirrar skoðunar að stórt bil sé milli kosningaloforða og svo þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum, sem hann á reyndar eftir að lesa ítarlega, hann byggi sínar skoðanir á því sem þá hafði komið fram í fréttum. Þá sagði formaður Framsóknarflokksins fráfarandi ríkisstjórn hafa staðið í ístaðinu. Hann lítur stoltur um öxl. „Já, mjög. Ég er sannfærður um að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið til þessara tíu ára, eða allt frá 2013, sem einhvers mesta hagvaxtarskeiðs í sögu lýðveldisins. Þrátt fyrir það að við höfum tekist á við ótrúlegustu hluti eins og heimsfaraldur, jarðelda og stríð í Evrópu. Sem er nú fyrst og fremst það sem ég hef áhyggjur af næstu misserin.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Sigurður Ingi sagði ítrekað að hann vildi spara sig í yfirlýsingum, hann vildi leyfa deginum að líða og nýrri stjórn að spegla sig í þessum nýju aðstæðum. Þá var hann sannfærður um að sagan myndi fara mildum höndum um verk Framsóknarflokksins á undangengnum árum. Þegar á hann var gengið gat hann þó ekki orða bundist: „Það er margt áhugavert sem er í stjórnarsáttmálanum en kannski ekki síður það sem ekki er þar. Hefði ég kosið þessa flokka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að fyrir kosningar hefði verið talað um að það þyrfti að laga ýmislegt. „Mér sýnist að það eigi að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við vorum að gera. Þar eru boðuð allnokkur útgjöld. En engar tekjur. Leggja niður eitt ráðuneyti, spara nokkur hundruð milljónir þar. En ýmis útgjöld eru þarna nefnd kosta nokkra milljarða þannig að … Ég á eftir að sjá hvernig þær gera þetta.“ Sigurður Ingi er sem sagt þeirrar skoðunar að stórt bil sé milli kosningaloforða og svo þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum, sem hann á reyndar eftir að lesa ítarlega, hann byggi sínar skoðanir á því sem þá hafði komið fram í fréttum. Þá sagði formaður Framsóknarflokksins fráfarandi ríkisstjórn hafa staðið í ístaðinu. Hann lítur stoltur um öxl. „Já, mjög. Ég er sannfærður um að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið til þessara tíu ára, eða allt frá 2013, sem einhvers mesta hagvaxtarskeiðs í sögu lýðveldisins. Þrátt fyrir það að við höfum tekist á við ótrúlegustu hluti eins og heimsfaraldur, jarðelda og stríð í Evrópu. Sem er nú fyrst og fremst það sem ég hef áhyggjur af næstu misserin.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira