Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:30 Sandro Eric Sosing varð að draga sig úr keppni á HM og eyðir væntanlega jólunum á sjúkrahúsi í London. Getty/Tom Dulat Sandro Eric Sosing varð óvænt að draga sig úr keppni rétt áður en hann átti að stíga á svið á föstudaginn, á HM í pílukasti. Nú er orðið ljóst hve alvarleg ástæðan var. Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi. Pílukast Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi.
Pílukast Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira