Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 21:47 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræddi áherslur nýrrar ríkisstjórnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Ívar Fannar Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira