Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 21:47 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræddi áherslur nýrrar ríkisstjórnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Ívar Fannar Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Sjá meira