Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 15:06 Stefán Broddi segir að það bráðvanti börn í leikskólann á Hvanneyri en þar er fínn leikskóli. Hægt er að fá lóðir á staðnum vilji fólk byggja og flytja þangað með börnin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri. Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi. Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi.
Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira