Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2024 00:24 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vísir/Vilhelm Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. Nokkrum sinnum áður hafa karlar og konur verið jafnmörg í ríkisstjórn. En nú eru konurnar sjö og hafa aldrei verið fleiri. Þegar nýir ráðherrar mættu einn af öðrum til Bessastaða síðdegis var þakklæti og auðmýkt þeim flestum í huga. Þá komu þau mörg hver syngjandi út af ríkisráðsfundi líkt og farið var yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá samantektina hér að neðan. Mætir dansandi til leiks Heimir Már Pétursson fréttamaður rifjaði upp þegar Logi Einarsson, nýr ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti á svæðið að hann hafi á sínum tíma hafið sinn feril sem dansari með Skriðjöklunum á Akureyri. Verður dansað í ráðuneytinu? „Já alveg örugglega. Svo getur vel verið að ég setji á sjóð fyrir endurmenntun eldri dansara,“ svaraði Logi kíminn. Hann segist jafnframt að öllu gamni slepptu að honum lítist vel á ráðuneytið og telur mikilvægt að efla nýsköpun í landinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vill meðal annars taka réttarkerfið föstum höndum. Hún tekur sérstaklega fram að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi sé henni hugleikin. „Auðmýkt“ flestum ofarlega í huga „Ég finn fyrir miklu þakklæti en líka auðmýkt,” sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra um það að taka sæti í ríkisstjórn. Fleiri tóku í afar svipaðan streng, þeirra á meðal Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Bara mjög vel, auðmjúkur og mikil ábyrgð,“ sagði hann spurður hvernig það leggst í hann að verða ráðherra. Sjálfur segist hann ætla að setja jarðgöng- og Sundabraut í forgang. „Ég er bara mjög spenntur og auðmjúkur líka gagnvart þessu risastóra verkefni,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra jafnframt í samtali við fjölmiðla. Daði Már Kristófersson er eini utanþingsráðherrann en hann hefur þó áður tekið sæti sem varaþingmaður. Nú er hann tekinn við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. „Þetta leggst vel í mig, þetta er auðvitað mikil ábyrgð en ég er auðmjúkur gagnvart þessu verkefni,“ sagði Daði. „Maður er bara rosalega stoltur og hrærður og ég bara hlakka mikið til. Þetta verður skemmtileg áskorun,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýr mennta- og barnamálaráðherra, sem segist afar ánægð með ráðuneytið sem hún fær í sinn hlut, enda kennari í grunninn svo málaflokkurinn stendur henni nærri. „Þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig að ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið og mun leggja mig mikið fram,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland sem leiða stjórnarflokkana mættu saman í viðtal til Heimis Más strax að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum en það vakti athygli að eftir að hafa kynnt stjórnarsáttmála á blaðamannafundi fyrr um daginn að þær féllust í faðma í stað þess að takast í hendur. „Samhenta ríkisstjórn,“ hafa þær talað um að þær ætli sér að leiða. Stjórnarandstaðan klár í bátana Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var sömuleiðis leyst frá störfum á fyrri ríkisráðsfundi dagsins, en leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem nú bíða verkefni í stjórnarandstöðu hafa ákveðnar efasemdir um margt það sem ný ríkisstjórn boðar. „Mér fannst nú margt áhugavert, eða kannski sem ekki var,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagðist þó ætla að geyma frekari yfirlýsingar um stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins lýsti jafnframt áhyggjum af stöðu krónunnar á gjaldeyrismarkaði í kjölfar þess sem ný ríkisstjórn boðar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Nokkrum sinnum áður hafa karlar og konur verið jafnmörg í ríkisstjórn. En nú eru konurnar sjö og hafa aldrei verið fleiri. Þegar nýir ráðherrar mættu einn af öðrum til Bessastaða síðdegis var þakklæti og auðmýkt þeim flestum í huga. Þá komu þau mörg hver syngjandi út af ríkisráðsfundi líkt og farið var yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá samantektina hér að neðan. Mætir dansandi til leiks Heimir Már Pétursson fréttamaður rifjaði upp þegar Logi Einarsson, nýr ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti á svæðið að hann hafi á sínum tíma hafið sinn feril sem dansari með Skriðjöklunum á Akureyri. Verður dansað í ráðuneytinu? „Já alveg örugglega. Svo getur vel verið að ég setji á sjóð fyrir endurmenntun eldri dansara,“ svaraði Logi kíminn. Hann segist jafnframt að öllu gamni slepptu að honum lítist vel á ráðuneytið og telur mikilvægt að efla nýsköpun í landinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vill meðal annars taka réttarkerfið föstum höndum. Hún tekur sérstaklega fram að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi sé henni hugleikin. „Auðmýkt“ flestum ofarlega í huga „Ég finn fyrir miklu þakklæti en líka auðmýkt,” sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra um það að taka sæti í ríkisstjórn. Fleiri tóku í afar svipaðan streng, þeirra á meðal Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Bara mjög vel, auðmjúkur og mikil ábyrgð,“ sagði hann spurður hvernig það leggst í hann að verða ráðherra. Sjálfur segist hann ætla að setja jarðgöng- og Sundabraut í forgang. „Ég er bara mjög spenntur og auðmjúkur líka gagnvart þessu risastóra verkefni,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra jafnframt í samtali við fjölmiðla. Daði Már Kristófersson er eini utanþingsráðherrann en hann hefur þó áður tekið sæti sem varaþingmaður. Nú er hann tekinn við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. „Þetta leggst vel í mig, þetta er auðvitað mikil ábyrgð en ég er auðmjúkur gagnvart þessu verkefni,“ sagði Daði. „Maður er bara rosalega stoltur og hrærður og ég bara hlakka mikið til. Þetta verður skemmtileg áskorun,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýr mennta- og barnamálaráðherra, sem segist afar ánægð með ráðuneytið sem hún fær í sinn hlut, enda kennari í grunninn svo málaflokkurinn stendur henni nærri. „Þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig að ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið og mun leggja mig mikið fram,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland sem leiða stjórnarflokkana mættu saman í viðtal til Heimis Más strax að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum en það vakti athygli að eftir að hafa kynnt stjórnarsáttmála á blaðamannafundi fyrr um daginn að þær féllust í faðma í stað þess að takast í hendur. „Samhenta ríkisstjórn,“ hafa þær talað um að þær ætli sér að leiða. Stjórnarandstaðan klár í bátana Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var sömuleiðis leyst frá störfum á fyrri ríkisráðsfundi dagsins, en leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem nú bíða verkefni í stjórnarandstöðu hafa ákveðnar efasemdir um margt það sem ný ríkisstjórn boðar. „Mér fannst nú margt áhugavert, eða kannski sem ekki var,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagðist þó ætla að geyma frekari yfirlýsingar um stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins lýsti jafnframt áhyggjum af stöðu krónunnar á gjaldeyrismarkaði í kjölfar þess sem ný ríkisstjórn boðar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira