Messi lék auðvitað í þrettán ár með landsliðinu án þess að vinna titil eftir að hafa unnið Ólympíugull með 21 árs landsliðinu í Peking árið 2008.
Titill með landsliðinu kom loksins í hús í Suðurameríkukeppninni sumarið 2021. Árið eftir varð hann loksins heimsmeistari í Katar og í sumar varði hann Suðurameríkutitilinn með argentínska landsliðinu.
Gott dæmi um mikilvægi þessa þriggja móta má sjá vel á heimili Messi. Messi er nefnilega með eigin treyjur upp alla veggi á heimilinu.
Allir treyjurnar sem hann klæddist í öllum leikjum á þessum þremur mótum.
Treyjurnar eru rammaðar inn og utan á glerið í hverjum ramma eru skrifuð úrslit leiksins og mótherjinn.
Það má sjá þennan ótrúlega vegg á heimili Messi hér fyrir neðan.