Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 11:00 Elvar Örn Jónsson stendur hér fyrir framan Dainis Kristopans en hliðar má sjá muninn á liðsfélögunum Erik Balenciaga og Kristopans. Getty/Marius Becker/Lars Baron Íslendingaliðið MT Melsungen hefur átt frábært tímabil í þýska handboltanum og er á toppi deildarinnar eftir fimmtán leiki. Liðið hefur unnið þrettán af fimmtán leikjum og hefur tveimur stigum meira en Hannover-Burgdorf sem er í öðru sætinu. Með Melsungen spila landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Báðir spiluðu þeir sig inn í HM-hóp íslenska landsliðið með frammistöðu sinni í vetur en það eru samt tveir liðsfélagar þeirra sem hafa vakið meiri athygli. Það er ekki bara fyrir góða spilamennsku heldur einnig fyrir hæð þeirra og þá sérstaklega hæðarmun. Spánverjinn Erik Balenciaga er aðeins 169 sentimetrar á hæð sem er ekki mikið fyrir útispilara. Lettinn Dainis Kristopans rífur vel upp meðalhæð liðsins á móti því hann er 214 sentimetrar á hæð. Það munar 45 sentímetrum á þeim. Það besta er að Kristopans er hægri skytta og spilar við hlið Balenciaga í útilínunni. Það sem meira er að Balenciaga er mjög öflugur í að spila uppi Kristopans og þeir ná mjög vel saman inn á vellinum. Kristopans er markhæsti leikmaður liðsins til þessa í vetur með 60 mörk en Balenciaga er fimmti markahæstur með 41 mark. Balenciaga er aftur á móti með flestar stoðsendingar í liðinu (48) en Kristopans er bara einni stoðsendingu á eftir honum (47). Þeir komu báðir til liðsins árið 2023 og Kristopans talar um það að Erik hafi verið mikið aðdráttarafl fyrir hann því hann vildi spila með honum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við þá félaga og myndir af hversu mikill munur er á hæð þeirra. View this post on Instagram A post shared by hessenschau (@hessenschau) Þýski handboltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Liðið hefur unnið þrettán af fimmtán leikjum og hefur tveimur stigum meira en Hannover-Burgdorf sem er í öðru sætinu. Með Melsungen spila landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Báðir spiluðu þeir sig inn í HM-hóp íslenska landsliðið með frammistöðu sinni í vetur en það eru samt tveir liðsfélagar þeirra sem hafa vakið meiri athygli. Það er ekki bara fyrir góða spilamennsku heldur einnig fyrir hæð þeirra og þá sérstaklega hæðarmun. Spánverjinn Erik Balenciaga er aðeins 169 sentimetrar á hæð sem er ekki mikið fyrir útispilara. Lettinn Dainis Kristopans rífur vel upp meðalhæð liðsins á móti því hann er 214 sentimetrar á hæð. Það munar 45 sentímetrum á þeim. Það besta er að Kristopans er hægri skytta og spilar við hlið Balenciaga í útilínunni. Það sem meira er að Balenciaga er mjög öflugur í að spila uppi Kristopans og þeir ná mjög vel saman inn á vellinum. Kristopans er markhæsti leikmaður liðsins til þessa í vetur með 60 mörk en Balenciaga er fimmti markahæstur með 41 mark. Balenciaga er aftur á móti með flestar stoðsendingar í liðinu (48) en Kristopans er bara einni stoðsendingu á eftir honum (47). Þeir komu báðir til liðsins árið 2023 og Kristopans talar um það að Erik hafi verið mikið aðdráttarafl fyrir hann því hann vildi spila með honum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við þá félaga og myndir af hversu mikill munur er á hæð þeirra. View this post on Instagram A post shared by hessenschau (@hessenschau)
Þýski handboltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira