Einar baðst fyrirgefningar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 18:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Egill/einar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu. Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu.
Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira