Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 11:42 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín munu leiða nýja ríkisstjórn. Vísir/Einar Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Á fundinum verður kynnt stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og greint frá skipan ráðherra,“ segir í tilkynningu. Þá segir að skrifstofa forseta Íslands veiti upplýsingar um ríkisráðsfundi. „Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn, sem hefur þegar verið kennd við valkyrjur. Þá mun Viðreisn fá utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, og Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið. Hvað er Hafnarborg? Hafnarborg er við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Um er að ræða menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar sem var stofnuð árið 1983. Þar er einnig aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Á síðu safnsins segir að húsið hafi upphaflega verið hannað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt, fyrir Sören Kampmann lyfsala sem bjó í húsinu og rak apótek frá árinu 1921. Sverrir Magnússon tók síðan við húsinu og rekstrinum árið 1947. Það voru hjónin Sverrir og lyfjafræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið og kváðu á um að þar skyldi starfrækt menningarstofnun. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988, en þá var búið að reisa viðbyggingu sem var hönnuð af Ingimar H. Ingimarssyni, arkitekt. Hafnarborg í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í gær að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups væri umrætt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins það sem langflestir svarendur hefðu áhuga á að sjá. Þá sögðust flestir sáttir við niðurstöður alþingiskosninganna. Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
„Á fundinum verður kynnt stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og greint frá skipan ráðherra,“ segir í tilkynningu. Þá segir að skrifstofa forseta Íslands veiti upplýsingar um ríkisráðsfundi. „Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis verður Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn, sem hefur þegar verið kennd við valkyrjur. Þá mun Viðreisn fá utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, og Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið. Hvað er Hafnarborg? Hafnarborg er við Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Um er að ræða menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar sem var stofnuð árið 1983. Þar er einnig aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar. Á síðu safnsins segir að húsið hafi upphaflega verið hannað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt, fyrir Sören Kampmann lyfsala sem bjó í húsinu og rak apótek frá árinu 1921. Sverrir Magnússon tók síðan við húsinu og rekstrinum árið 1947. Það voru hjónin Sverrir og lyfjafræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem gáfu Hafnarfjarðarbæ húsið og kváðu á um að þar skyldi starfrækt menningarstofnun. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988, en þá var búið að reisa viðbyggingu sem var hönnuð af Ingimar H. Ingimarssyni, arkitekt. Hafnarborg í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í gær að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups væri umrætt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins það sem langflestir svarendur hefðu áhuga á að sjá. Þá sögðust flestir sáttir við niðurstöður alþingiskosninganna.
Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira