Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 17:50 Þær Inga, Kristrún og Þorgerður Katrín tilkynntu það að stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina vísir/bjarni Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00