Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 09:42 Viðræður Ingu Sæland, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, hafa staðið yfir frá því skömmu eftir kosningar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira