Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2024 14:57 Þorsteinn Már Baldvinsson á sjávarútvegsdeginum árið 2022. Vísir/Vilhelm Matsgerð sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, óskaði eftir að yrði gerð í einkamáli hans á hendur Seðlabankanum yrði „bersýnilega tilgangslaus” til sönnunar í málinu. Þetta segir í dómi Hæstaréttar sem snýr við úrskurði Landsréttar sem hafði enn áður snúið við niðurstöðu héraðsdóms. Málið varðar upplýsingar sem er að finna á þremur hörðum diskum. Þessara upplýsinga var aflað í frægri húsleit á skrifstofum Samherja í mars 2012 vegna gruns um brot félagsins á gjaldeyrislögum. Þar var lagt hald á mikið magn gagna og afrit af þeim var geymt í þessum hörðu diskunum. Mál Samherja og Seðlabankans hafa verið linnulaust í gangi í rúman áratug. Að lokinni rannsókn Seðlabankans felldi sérstakur saksóknari það niður í tvígang. Seðlabankinn lagði þá stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með dómi Hæstaréttar. Síðan hafa Samherji og Þorsteinn Már höfðað mál á hendur Seðlabankanum. Þorsteinn Már vill meina að í þessum gögnum hafi verið að finna persónulegar upplýsingar um hann. Hann hefur vegna þessa krafist miskabóta frá Seðlabankanum. Til þess að hjálpa til við að skera úr um hvort þarna væru persónupplýsingar krafðist Þorsteinn Már þess að dómkvaddur matsmaður. Sá myndi skoða umrædd gögn og svo svara fjórtán spurninga lista. Fyrsta spurningin varðaði hvort upplýsingar sem „kunna að vera persónuupplýsingar“ væru á umræddum diskum. Önnur og þriðja spurningin vörðuðu hvort tölvupóstar Þorsteins Más og einkaritara hans væru á diskunum. Spurningar fjögur til þrettán vörðuðu hvort tiltekin gögn um Þorstein væri að finna í gögnunum, líkt og ljósmyndir af honum, afrit af vegabréfi, eða öðrum persónuskilríkjum hans, upplýsingar um ferðalög hans og orlofstöku, upplýsingar um að hann hafi verið sakaður um refsiverða háttsemi, símaskrá hans, skrá um þá sem hann ræddi við í síma eða heilsufarsupplýsingar um hann. Í fjórtándu og síðustu spurningunni var óskað svara við því hvort finna mætti viðkvæmar persónuupplýsingar um Þorstein á diskunum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að kvaddur yrði til matsmaður í málinu. Að mati dómsins var óhjákvæmilegt að matsmaðurinn myndi leggja lögfræðilegt mat á spurningarnar, en það væri hlutverk dómara að leggja mat á lögfræðilegt atriði líkt og það. Þorsteinn Már og starfsmenn Samherja mæta á fund í Seðlabankanum árið 2018. Í bakgrunni myndarinnar má sjá Hæstarétt.Vísir/Vilhelm Dómari tæplega með næga tæknikunnáttu Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að dómkveðja matsmann í samræmi við kröfu Þorsteins, með einni undantekningu. Þorsteinn hafði krafist þess að Seðlabankinn myndi ekki fá aðgang að gögnunum sem matsmaðurinn kynni að afla, en Landsréttur féllst ekki á það. Á meðal þess sem Landsréttur komst að í sinni niðurstöðu var að í hlutverki matsmannins væri leit að upplýsingum á diskunum sem hlyti að kalla á sérstaka tæknikunnáttu „sem dómari byggi tæplega fyrir“. Þyrfti að „finna nálina í heystakkinum“ Hæstiréttur felldi síðan úrskurð Landsréttar úr gildi í dag. Á meðal þess sem kemur fram í dómi Hæstaréttar er að diskarnir eru ekki lengur í vörslum Seðlabankans, heldur hjá héraðssaksóknara. Þorsteinn hafi ekki reynt á að krefja héraðssaksóknara um að afhenda sér diskana eða fá staðfest að umrædd gögn séu á þeim. Þá er tekið fram að í málatilbúnaði Þorsteins hafi því verið haldið fram að matsmaðurinn myndi ekki fara fram á lögfræðilegt mat á hvort tilteknar upplýsingar séu persónuupplýsingar. Áður en dómari leggi mat á upplýsingarnar þurfi að „finna nálina í heystakkinum“. Í dómi Hæstaréttar segir að matsgerð dómkvadds matsmanns samkvæmt beiðni Þorsteins myndi ekki endilega vera á meðal gagna dómsmálsins því það væri hlutverk dómara að skera úr um hvort þau innihéldu persónuupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar. „Við þessar aðstæður er umbeðin matsgerð varnaraðila bersýnilega tilgangslaus til sönnunar á þeim atvikum sem hann byggir málatilbúnað sinn,“ segir í dómi Hæstaréttar. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta segir í dómi Hæstaréttar sem snýr við úrskurði Landsréttar sem hafði enn áður snúið við niðurstöðu héraðsdóms. Málið varðar upplýsingar sem er að finna á þremur hörðum diskum. Þessara upplýsinga var aflað í frægri húsleit á skrifstofum Samherja í mars 2012 vegna gruns um brot félagsins á gjaldeyrislögum. Þar var lagt hald á mikið magn gagna og afrit af þeim var geymt í þessum hörðu diskunum. Mál Samherja og Seðlabankans hafa verið linnulaust í gangi í rúman áratug. Að lokinni rannsókn Seðlabankans felldi sérstakur saksóknari það niður í tvígang. Seðlabankinn lagði þá stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með dómi Hæstaréttar. Síðan hafa Samherji og Þorsteinn Már höfðað mál á hendur Seðlabankanum. Þorsteinn Már vill meina að í þessum gögnum hafi verið að finna persónulegar upplýsingar um hann. Hann hefur vegna þessa krafist miskabóta frá Seðlabankanum. Til þess að hjálpa til við að skera úr um hvort þarna væru persónupplýsingar krafðist Þorsteinn Már þess að dómkvaddur matsmaður. Sá myndi skoða umrædd gögn og svo svara fjórtán spurninga lista. Fyrsta spurningin varðaði hvort upplýsingar sem „kunna að vera persónuupplýsingar“ væru á umræddum diskum. Önnur og þriðja spurningin vörðuðu hvort tölvupóstar Þorsteins Más og einkaritara hans væru á diskunum. Spurningar fjögur til þrettán vörðuðu hvort tiltekin gögn um Þorstein væri að finna í gögnunum, líkt og ljósmyndir af honum, afrit af vegabréfi, eða öðrum persónuskilríkjum hans, upplýsingar um ferðalög hans og orlofstöku, upplýsingar um að hann hafi verið sakaður um refsiverða háttsemi, símaskrá hans, skrá um þá sem hann ræddi við í síma eða heilsufarsupplýsingar um hann. Í fjórtándu og síðustu spurningunni var óskað svara við því hvort finna mætti viðkvæmar persónuupplýsingar um Þorstein á diskunum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að kvaddur yrði til matsmaður í málinu. Að mati dómsins var óhjákvæmilegt að matsmaðurinn myndi leggja lögfræðilegt mat á spurningarnar, en það væri hlutverk dómara að leggja mat á lögfræðilegt atriði líkt og það. Þorsteinn Már og starfsmenn Samherja mæta á fund í Seðlabankanum árið 2018. Í bakgrunni myndarinnar má sjá Hæstarétt.Vísir/Vilhelm Dómari tæplega með næga tæknikunnáttu Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að dómkveðja matsmann í samræmi við kröfu Þorsteins, með einni undantekningu. Þorsteinn hafði krafist þess að Seðlabankinn myndi ekki fá aðgang að gögnunum sem matsmaðurinn kynni að afla, en Landsréttur féllst ekki á það. Á meðal þess sem Landsréttur komst að í sinni niðurstöðu var að í hlutverki matsmannins væri leit að upplýsingum á diskunum sem hlyti að kalla á sérstaka tæknikunnáttu „sem dómari byggi tæplega fyrir“. Þyrfti að „finna nálina í heystakkinum“ Hæstiréttur felldi síðan úrskurð Landsréttar úr gildi í dag. Á meðal þess sem kemur fram í dómi Hæstaréttar er að diskarnir eru ekki lengur í vörslum Seðlabankans, heldur hjá héraðssaksóknara. Þorsteinn hafi ekki reynt á að krefja héraðssaksóknara um að afhenda sér diskana eða fá staðfest að umrædd gögn séu á þeim. Þá er tekið fram að í málatilbúnaði Þorsteins hafi því verið haldið fram að matsmaðurinn myndi ekki fara fram á lögfræðilegt mat á hvort tilteknar upplýsingar séu persónuupplýsingar. Áður en dómari leggi mat á upplýsingarnar þurfi að „finna nálina í heystakkinum“. Í dómi Hæstaréttar segir að matsgerð dómkvadds matsmanns samkvæmt beiðni Þorsteins myndi ekki endilega vera á meðal gagna dómsmálsins því það væri hlutverk dómara að skera úr um hvort þau innihéldu persónuupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar. „Við þessar aðstæður er umbeðin matsgerð varnaraðila bersýnilega tilgangslaus til sönnunar á þeim atvikum sem hann byggir málatilbúnað sinn,“ segir í dómi Hæstaréttar.
Mál Samherja og Seðlabankans hafa verið linnulaust í gangi í rúman áratug. Að lokinni rannsókn Seðlabankans felldi sérstakur saksóknari það niður í tvígang. Seðlabankinn lagði þá stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með dómi Hæstaréttar. Síðan hafa Samherji og Þorsteinn Már höfðað mál á hendur Seðlabankanum.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira