Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. desember 2024 11:37 Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Vísir/Vilhelm Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01