Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 22:31 Ruben Amorim ræðir málin við Amad Diallo í leiknum á móti Manchester City en Diallo átti síðan eftir að ráða úrslitum í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ætla að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar um byrjunarlið United leki út löngu fyrir leiki liðsins. Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira
Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira